Saturday, February 4, 2012

Staffan Wieslander


 Staffan Wieslander (b. 1984)
 
Staffan begun his musical path when he was seven years old by playing the cello. A few years later he discovered the guitar and from that point the step to write his own music wasn't far off. He studied composition at Växjö University between 2006-2008 with Hans Parment and at Malmö Academy of Music, 2008-2010 with Rolf Martinsson.

Staffan also plays in a few bands and is writing music for other pop music projects.

Friday, February 3, 2012

Halldór Smárason


Halldór Smárason (f. 1989)
 
Halldór Smárason fæddist á Ísafirði 3. mars 1989. Hann hóf tónlistarnám við Tónlistarskóla Ísafjarðar sjö ára gamall og lauk framhaldsprófi í píanóleik samfara stúdentsprófi vorið 2009. Aðalkennari hans við skólann var Sigríður Ragnarsóttir. Haustið eftir stúdentspróf fluttist Halldór suður til Reykjavíkur og hóf nám við tónsmíðadeild Listaháskóla Íslands. Þaðan stefnir hann á að ljúka B.A.-gráðu í tónsmíðum vorið 2012.

Árið 2011 sigraði Halldór tónsmíðasamkeppni Tríós Reykjavíkur með píanótríóinu Eflaust, og samdi óbókvartett fyrir Ensemble ACJW til flutnings á tónlistarhátíðinni Við Djúpið. Í gegnum árin hefur Halldór komið margoft fram við hin ýmsu tilefni, jafnt einn sem og með öðrum, og leikið inn á hljómdiska. 

 Halldór Smárason (b. 1989)

Halldór Smárason was born in Ísafjörður on the 3rd of March 1989. He commenced his musical studies at the age of 7 at the Ísafjörður Music School. Halldór completed an Advanced Level Piano Examination in the spring of 2009 concurrently with his collage graduation. During his studies at the Ísafjörður Music School his primary instructor was Mrs. Sigríður Ragnarsdóttir. Following his graduation Halldór enrolled in The Icelandic Academy of the Arts where he currently pursues a Bachelor of Arts degree in composition and is scheduled to graduate in the spring of 2012.

In the year 2011, two of Halldór’s works were performed by renowned musical groups, Reykjavík’s Trio and Ensemble ACJW. Through the years Halldór has performed both privately and publicly on numerous occasions as a soloist or as part of various groups. In addition to performances, Halldór has lent his talent to numerous recordings of musical CD´s.

Thursday, February 2, 2012

Jonatan Sersam

 
Göte Jonatan Sersam (b. 1986)

Jonatan began his serious composition studies in 2007 with Per-Ingvar Reuter in Helsingborg. Here he was taught the usage of counterpoint and orchestration and several pieces were performed, such as "Paviljongen", "Snösmältning -66" (With lyrics by swedish poet Tomas Tranströmer). After one year of studies, Jonatan entered Malmö Academy of music in 2008 to study arranging and composition with arranger Håkan Andersson. Here he personalized his style and the elements and experiences started coming together; even Jonatan blues-vein started reappearing, and the music is often emphasizing the rhythmical layer. After three years of studies of with Håkan Andersson, Jonatan proceeded with professor Rolf Martinsson. 

Jonatan is currently living in Bologna and studies at the conservatory for professor Gain Paolo Luppi. Jonatan is not only a composer, but also an active pianist and harmonica player.   



Mamiko Dís Ragnarsdóttir

 

Mamiko Dís Ragnarsdóttir (f. 1984)

Mamiko lærði tónsmíðar við Listaháskóla Íslands, aðallega undir leiðsögn Hróðmars Inga Sigurbjarnarsonar og útskrifaðist þaðan vorið 2008 með B.A. gráðu. Útskriftarverk hennar heitir "Japönsk sálumessa" og var flutt í Langholtskirkju af stúlknakórnum Graduale Nobili og kammersveit.

Sumarið 2009 var hún valin til að semja 5 mínútna tónverk og taka þátt í “workshop” úti í Litháen undir leiðsögn tónskáldanna Rytis Mazulis, John Woolrich og Morgan Hayes. Afraksturinn var verkið “Fantasy” sem hægt er að hlusta á Myspace-síðu hennar (http://www.myspace.com/mamikodis).

Vorið 2010 þreytti hún lokapróf og hélt burtfarartónleika í klassískum píanóleik úr Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar undir handleiðslu Þóru Fríðu Sæmundardóttur, en hún hefur líka lært á píanó hjá henni Judith Þorbergsson í mörg ár frá því hún var barn.

Hún kenndi á píanó í Píanóskóla Þorsteins Gauta frá haustinu 2010 til vors 2011 og einnig hefur hún kennt nemendum í Hagaskóla samspil á afrískar marimbur.


 

Wednesday, February 1, 2012

Helgi R. Ingvarsson



Helgi R. Ingvarsson (f. 1985)
Helgi hóf tónlistarnám sitt hjá Össuri Geirssyni og Skólahljómsveit Kópavogs. Þar spilaði hann á Bariton horn uns hann hóf stúdentsnám við Menntaskólan við Hamrahlíð. Samhliða því lagði hann stund á fullt söngnám undir handleiðslu Margrétar Bóasdóttur við Söngskólan í Reykjavík og var meðlimur í Kór Menntaskólans við Hamrahlíð hjá Þorgerði Ingólfsdóttur. 

Eftir útskrift árið 2006 var stefnan tekin á Listaháskóla Íslands og tónsmíðar. Kennari Helga þar var meðal annara Kjartan Ólafsson. Haustið 2008 komst Helgi að í skiptinám hjá Rolf Martinsson í Tónlistarháskólanum í Malmö, Svíþjóð, í eina önn. Helgi útskrifaðist með BA gráðu í tónsmíðum vorið 2009 og strax haustið eftir hóf hann störf sem tónfræði- og tónheyrnarkennari við Listaskóla Mosfellsbæjar og síðar við Tónlistarskólan Tónsali, Kópavogi. 

Um þessar mundir leggur Helgi stund á tónsmíðanám til Mmus gráðu við Guildhall, School of Music and Drama í London.

Meðal verka sem Helgi hefur skrifað má nefna Óperuþykknið Skuggablóm (handrit: Árni Kristjánsson) fyrir Óperudeild Söngskólans í Reykjavík, frumflutt í október 2007 með styrk frá Kópavogsbæ og dansverkið Formið Flýgur fyrir Íslenska Dansflokkinn (danshöfundur: Lára Stefánsdóttir) og Fatahönnunarfélagið, mars 2010.

Helgi R. Ingvarsson (b. 1985)
Helgi started his formal music studies at the age of 8 when he played the Euphonium with the local brass/marching band and conductor Össur Geirsson in the town of Kópavogur (Skólahljómsveit Kópavogs). At high school (Menntaskólinn við Hamrahlíð) he sang bass in the high school choir (kór Menntaskólans við Hamrahlíð) where Þorgerður Ingólfsdóttir conducted. Meanwhile finishing normal studies there he got classical singing-, harmony- and music history lessons at the Reykjavik Academy of Singing and Vocal Arts (Söngskólinn í Reykjavík). His main tutor was Margrét Bóasdóttir. 

From fall 2006 untill spring 2009, Helgi studied classical composition at Iceland Academy of the Arts with his minor in recording techniques and film composition. Amongst his mentors were Kjartan Ólafsson. On his final fall semester Helgi went to Malmö, Sweden to study as an exchange student at the Malmö Academy of Music (Musikhögskolan i Malmö) with Rolf Martinsson. 

Currently Helgi is studying Mmus in composition at Guildhall, School of Music and Drama in London.
 

Amongst Helgi´s works is the Opera-concentrate Shadowflowers (Skuggablóm) for the Reykjavik Academy of singing and Vocal Arts, premiered in October 2007, with a grant from the town of Kópavogur, Iceland and an electro-acoustic composition to the contemporary dance piece Goodbye Form (Formið Flýgur) for the Icelandic Dance Company and The Icelandic Fashion Design Association in March 2010.

Úlfur Eldjárn

Mynd eftir / Photo by manicowl.com


Úlfur Eldjárn (f. 1976)

Úlfur Eldjárn hefur starfað sem tónlistarmaður frá unga aldri, bæði sjálfstætt og með hinum ýmsu hljómsveitum, er m.a. meðlimur í Orgelkvartettinum Apparat sem hefur ferðast með nokkur hundruð kíló af gömlum rafmagnsorgelum um víða veröld og komið fram á tónleikastöðum á borð við Pompidou miðstöðinni í París, Central Park í New York, I.C.A. í London og tónlistarhátíðunum Pukkelpop og Hróarskeldu. Síðasta hljómplata Orgelkvartettsins Apparat, Pólýfónía, var í efstu sætunum á árslistum íslenskra gagrýnenda 2011 og var í forvali fyrir tilnefningar til norrænu tónlistarverðlaunanna 2012.

Úlfur hefur samið töluvert af tónlist fyrir leikhús, sjónvarp og aðra miðla og hefur verið tilnefndur til Grímu- og Edduverðlauna fyrir verkefni á því sviði. Hann gaf út sína fyrstu sólóplötu árið 2010, Field Recordings: Music from the Ether. Hann stundar nú B.A. nám í tónsmíðum við Listaháskóla Íslands.

Úlfur Eldjárn (b. 1976)

Úlfur Eldjárn has worked as a musician since a very young age, individually and as a member of various alternative pop groups, most notably the Apparat Organ Quartet, a group that has brought several hundred kilos of old electric organs to venues such as the Pompidou Centre in Paris, Central Park N.Y., The I.C.A. in London and music festivals such as Pukkelpop and Roskilde. A.O.Q.’s last record, Pólýfónía, topped most end of year lists in Iceland in 2011 and was shorlisted for the Nordic Music Price in 2012.

Úlfur has been prolific as a composer for theatre, television and other media and has been nominated for both the Icelandic Theatre Awards and the EDDA Awards (The Icelandic Film & TV Academy Awards) for his work in that field. He released his first solo record in 2010, Field Recordings: Music from the Ether. He’s currently studying for B.A. degree composition at the Iceland Academy of the Arts.