Thursday, February 2, 2012

Mamiko Dís Ragnarsdóttir

 

Mamiko Dís Ragnarsdóttir (f. 1984)

Mamiko lærði tónsmíðar við Listaháskóla Íslands, aðallega undir leiðsögn Hróðmars Inga Sigurbjarnarsonar og útskrifaðist þaðan vorið 2008 með B.A. gráðu. Útskriftarverk hennar heitir "Japönsk sálumessa" og var flutt í Langholtskirkju af stúlknakórnum Graduale Nobili og kammersveit.

Sumarið 2009 var hún valin til að semja 5 mínútna tónverk og taka þátt í “workshop” úti í Litháen undir leiðsögn tónskáldanna Rytis Mazulis, John Woolrich og Morgan Hayes. Afraksturinn var verkið “Fantasy” sem hægt er að hlusta á Myspace-síðu hennar (http://www.myspace.com/mamikodis).

Vorið 2010 þreytti hún lokapróf og hélt burtfarartónleika í klassískum píanóleik úr Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar undir handleiðslu Þóru Fríðu Sæmundardóttur, en hún hefur líka lært á píanó hjá henni Judith Þorbergsson í mörg ár frá því hún var barn.

Hún kenndi á píanó í Píanóskóla Þorsteins Gauta frá haustinu 2010 til vors 2011 og einnig hefur hún kennt nemendum í Hagaskóla samspil á afrískar marimbur.


 

No comments:

Post a Comment